Copy
View this email in your browser

Stjórn sambandsins fordæmir innrás Rússa í Úkraínu

Í ljósi atburða undanfarinna daga samþykkti stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga eftirfarandi bókun í byrjun fundar 25. febrúar 2022.

Jafnframt var athygli sveitarfélaga vakin á því að CEMR beinir því líka til evrópskra sveitarfélaga að lýsa upp byggingar sínar með bláum og gulum lit þjóðfána Úkraínu og draga úkraínska fánann við hún til að undirstrika samstöðu evrópskra sveitarfélaga með Úkraínu.

Nánar á vef sambandsins

Skrifað undir kjarasamning við fjögur stéttarfélög innan BHM

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifaði þriðjudaginn 1. mars undir kjarasamning við fjögur stéttarfélög innan BHM.

Stéttarfélögin eru Fræðagarður, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Stéttarfélag lögfræðinga og Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga (FHS). Samningurinn gildir frá 1. janúar 2022 til 31. mars 2023.

Skólaþing heldur áfram: Fjármögnun til framtíðar

Þriðji hluti Skólaþings sveitarfélaga fer fram á Teams mánudaginn 7. mars. Nú er komið að málstofum og á mánudaginn verður fjallað um fjármögnun til framtíðar. 

Fjallað verður um ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir alla. Um grunnskólalíkanið Eddu til úthlutunar á fjárheimildum til grunnskóla og um skólalíkan RR ráðgjafar um bætta yfirsýn og meiri sátt um fjármögnun grunnskóla. 

Vefsíða Skólaþings sveitarfélaga 2022 - upptökur og tenglar

Samtaka um hringrásarhagkerfi

Meiriháttar breytingar á úrgangsstjórnun sveitarfélaga eru fram undan. Breytingar voru innleiddar í íslenskt regluverk í júní 2021 og koma til framkvæmda 1. janúar 2023. Það er því skammur tími til stefnu og því brýnt að bretta upp ermarnar og hefjast handa.

,,Samtaka um hringrásarhagkerfið“ er verkefni sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sett á fót með aðstoð umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins til að aðstoða sveitarfélög við að innleiða þessar miklu breytingar. Verkefnið skiptist í þrjá verkefnahluta, sem allir hafa það hlutverk að renna styrkari stoðum undir innleiðingu hringrásarhagkerfið hérlendis. 

Nánar á vef sambandsins

Brotthvarf úr skólum – birtingarmynd ójafnra tækifæra?

Velferðarvaktin stendur fyrir málþingi í samvinnu við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið á Grand Hótel 15. mars kl. 14-16 undir yfirskriftinni Brotthvarf úr skólum – birtingarmynd ójafnra tækifæra?

Viðburðinum verður einnig streymt á tengli sem birtist á síðum ráðuneytanna skömmu fyrir upphaf málþings. Á málþinginu verður meðal annars kynnt ný skýrsla, Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum.

Nánar á vef sambandsins
Twitter
Facebook
Website
Tíðindi 9. tbl. 3. mars 2022
© Samband íslenskra sveitarfélaga 2022, Allur réttur áskilinn.
Netfang: samband@samband.is

Viltu breyta eða segja upp áskrift? Afskrá af póstlista.

Ég er mjúkur, hægur hlýr,
hefi kosti þráða.
Undirgefni í mér býr
ef ég fæ að ráða.

Tildrög - Hákon Aðalsteinsson
 
   






This email was sent to ingibjhin@hotmail.com
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Samband íslenskra sveitarfélaga · Borgartún 30 · Reykjavik 108 · Iceland